Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Aftur á centralið

Færði mig aftur á centralið, allavega í bili. Tjái mig kannski um einhverjar moggafréttir hérna. Sjáum til.

Miklar breytingar

Já, komið þið sæl og blessuð. :) Það eru heldur betur breytingar framundan hjá mér. Ég er hætt sem framkvæmdarstjóri Vaðals ehf., og lítur ekki út fyrir að ég starfi mikið þar í nánustu framtíð. Þetta er þó alls ekki komið allt á hreint ennþá en það hlýtur að gerast fljótlega. Selás 18 bara selst ekki, einhverja hluta vegna þannig að ég hef sett íbúðina mína á sölu. Ekki að ég get selt hana svona 1,2 og 3 en auðvitað vonar maður það besta. En þar sem allar þessar breytingar eru yfirvofandi þá er ég bara eiginlega alveg ákveðin í því að skella mér í skóla aftur. Ég átti alltaf eftir að klára BSinn og það er auðvitað ekkert vit í öðru en að taka masterinn þá strax í kjölfarið. Ég er að kynna mér Háskólann á Akureyri og er bara eins og er komin með aðra löppina þangað :).  Hvað finnst fólki svona almennt um þetta?? :) Ég bara nenni alls ekki að flytja til Reykjavíkur, Bifröst er bara svo helvíti dýr skóli og Akureyri er bara í 3 klst akstri frá Egilsstöðum. Það er bara eitthvað svo fáránlegt að gera þetta ekki núna, þar sem maður er pínu lítið lausari við. En þetta er ekkert pottþétt, bara pælingar fram og til baka. En segið endilega hvað ykkur finnst, þ.e ef þið eruð ennþá að líta inn á síðuna mína... Var bara að spá í hvort ég ætti ekki bara að flytja mig aftur yfir á centralið. Ég er svo vanaföst að það er ekki fyndið, finnst eins og ég sé að halda framhjá síðunni minni með því að blogga hérna.

Höfundur

Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir
Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband