22.2.2008 | 12:20
Clinton allavega inni sem varaforseti
Ég get ekki neitað því að ég held með Hillary Clinton í þessu forvali og ég viðurkenni að stór ástæða fyrir því er sú að hún er kona. Hún er auðvitað afar frambærileg kona! En Obama er frábær og Bandaríska þjóðin yrði að mínu mati afar heppin ef hún fengi hann sem forseta. Hvernig sem fer hjá þeim þá vona ég svo sannarlega að hitt sem tapar verði útnefnt sem varaforsetaefni. Þetta verða spennandi kosningar í nóvember, sama hvort þeirra verður útnefnt.
Vöngum velt yfir ummælum Clinton í kappræðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú heldur með Clinton afþví að hún er kona?
Ég vill ekki vera leiðinlegur, en það er afskaplega dapurlegt það sé fólk þarna úti sem hugsar svona um kosningar eins og þú, og gerir sér ekki grein fyrir ábyrgðinni sem fylgir því að kjósa.
Clinton er fyrir löngu búin að selja sig til stórfyrirtækja, en því miður er hún ennþá í þessari keppni m.a. út af fólki eins og þér, þrátt fyrir af anga af viðbjóðslegri spillingu.
Realitycheck (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 12:59
Barack Obama mun aldrei bjóða Hillary Clinton varaforsetaembættið. Það er alveg á hreinu. Hún er hins vegar líklegri til þess að bjóða honum varaforsetaembættið hjá sér.
Það er hlægilegt að segja að Hillary sé eitthvað spilltari en aðrir stjórnmálamenn vestra og ómerkilegur áróður. En ef hún nær ekki forsetaembættinu er ólíklegt að það verði kona forseti Bandaríkjanna á okkar æviskeiði.
Bada (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 13:24
Fyndið hvað fólk verður strax árásargjarnt þegar maður fer að tjá sig á opinberum vettvangi um fréttir liðandi stundar :). En það er nú bara skemmtilegt.
Það getur vel verið að ég sé dapurleg fyrir það að halda með Hillary af þvi að hún er kona en af hverju ekki bara að segja það sem manni finnst, þar sem það eru MJÖG mörgum sem finnst það sama og mér en þora hreinlega ekki að segja það.
Þið vitið líka að það eru MJÖG margir sem sjá Obama sem betri kandíat af því að hann er svartur!!! Það er staðreynd. Ég hef búið í þessu ágæta landi USA og þar var haldið fram á þeim tíma að það myndu líða áratugir ef ekki hundruðir ára þar til að kaninn fengi konu eða svartan manneskju sem forseta. Þess vegna finnst mér einmitt svo fyndið þegar fólk hér á Íslandi fer að tala um að þessar forkosningar snúist ekki um kyn eða kynþátt, því ég tel að þessar forkosningar snúist að mestu leyti um það. Ekki gleyma því að þessir tveir kandítar eru í sama flokki þó stór sé og ef fólk hefur verið í pólitík þá vita nú flestir að stjórnmálaflokkar snúast mikið til um að koma sameiginlegum málefnum á framfæri. :)
Ég er sammála Bada að það er eiginlega hlægilegt að halda því fram að einn stjórnmálamaður sé spilltari en annar. Við vitum víst minnst um það hvað gerist á bak við tjöldin.
Ég viðurkenni bara strax að ég er til hægri í íslenskri pólitík en það er alls ekki það sama og vera til hægri í USA. Þar hefur frjálshyggjan ráðið ríkjum hjá bæði demókrötum og repúblikum svo lengi sem elstu menn muna, enda USA einna hræddastir allra þjóða við að vera kenndir við kommúnismann. Þannig að Nei ég tel að ég myndi ekki "halda með" Condoleezu ef hún væri að bjóða sig fram. Ég viðurkenni að ég hef nú ekki kynnt mér hana og hennar málefni mikið en ímynd hennar og það sem hún stendur fyrir hefur hingað til virkað neikvætt á mig.
Fjóla (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 20:00
Áhugaverð heimildarmynd um Clinton hjónin sem heitir "Bill & Hillary Clinton: Their Secret Life" mæli með að þið skoðið þessa mynd.
Link: http://www.youtube.com/watch?v=a0-HkVcMOSw&feature=related
Davíð (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 05:26
Mín upplifun frá tíma mínum í USA var sá að ef það rann afrikan-amerkian blóð í æðum þér að þá varstu svartur. Þessvegna er alltaf talað um þetta fólk sem "svart" fólk.
Það hafa allir stjórnmálamenn sinn djöful að draga eftir að hafa verið með pólitísk völd, þannig er það því miður. Það sem einn maður berst fyrir að öllum mætti er eitthvað sem öðrum finnst heimskulegt, eigingjarnt, "dapurlegt" og svo framvegis. Getur þú nefnt mér einn forseta í USA sem hefur ekki klúðrað einhveru major máli að annarra áliti en stuðningsmanna viðkomandi???
Fjóla (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 17:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.