Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Clinton allavega inni sem varaforseti

Ég get ekki neitað því að ég held með Hillary Clinton í þessu forvali og ég viðurkenni að stór ástæða fyrir því er sú að hún er kona. Hún er auðvitað afar frambærileg kona! En Obama er frábær og Bandaríska þjóðin yrði að mínu mati afar heppin ef hún fengi hann sem forseta. Hvernig sem fer hjá þeim þá vona ég svo sannarlega að hitt sem tapar verði útnefnt sem varaforsetaefni. Þetta verða spennandi kosningar í nóvember, sama hvort þeirra verður útnefnt.
mbl.is Vöngum velt yfir ummælum Clinton í kappræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Splunku nýjir einstaklingar komnir og eru á leiðinni

Ég fékk loksins sms frá Siggu Rósu seint í gærkvöldi þar sem hún tilkynnti mér að hún væri búin að fæða dóttur í þennan heim. Skrítið þar sem við Sigga Rósa erum nú ekki í daglegum samskiptum að þá var ég svo ótrúlega mikið með hugan hjá henni í gær og var eiginlega farin að hafa áhyggjur af því hvað leið langur tími á milli frétta. En barnið sem sagt fæddist kl. 22.30 í gær, 15 merkur og held ég 54 cm.

Svo núna bíð ég eftir skilaboðum frá Steinuni vinkonu en hún var sett 17. febrúar. Ég er orðin mjög spennt að heyra hvort kynið kemur þar því þau eiga 2 stráka fyrir.

Meira síðar...


Nýtt blogg

Ég ákvað eftir nokkra umhugsun að fá mér nýtt blogg, er drullu illa við það þar sem maður er nú búin að skrifa margt og mikið (flest reyndar nauða ómerkilegt) síðustu ár á centralið. En það er ágætt að breyta til, er hvort sem er að reyna að breyta öllu mínu lífi. :) Verð dugleg næstu daga og vikur, lofa því....

Höfundur

Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir
Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband